Skýrsla um uppbyggingu Sundabrautar liggur brátt fyrir

Ný skýrsla starfshóps um uppbyggingu Sundabrautar mun að öllum líkindum koma út í vikunni. Þetta kom fram í viðtali við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á mbl.is. Þar segir ráðherra að skýrslan marki tímamót í undirbúningi brautarinnar.

Í fyrravor var settur á laggirnar starfshópur um framtíðarlegu Sundabrautar og mun hann skila af sér niðurstöðum til ráðherra nú í vikulokin.Í hópnum sátu fulltrúar frá Vegagerðinni, Reykjavíkurborg, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóahafna. Hópnum var ætlað að endurmeta og skoða tvo fýsilega kosti fyrir legu Sundabrautar milli Sæbrautar og Gufuness, annars vegar jarðgöng og lágbrúar hins vegar.

Fram kemur að lág­brú er ódýr­ari fram­kvæmd og hefði þann kost að geta nýst öðrum sam­göngu­mát­um en gang­andi, til að mynda hjól­reiðamönn­um. Sá bögg­ull fylg­ir þó skammrifi að lág­brú myndi þvera at­hafna­svæði Sunda­hafn­ar og kalla á breytt skipu­lag henn­ar. Reykja­vík­ur­borg hef­ur kosið jarðganga­leiðina en sjálf­ur hef­ur Sig­urður Ingi talið lág­brú væn­legri kost.