Slitlag á síðasta kafla Grafningsvegar
Framkvæmdir eru hafnar við verkið Grafningsvegur efri (360), Ýrufoss – Grafningsvegur neðri. Þetta er síðasti malarkaflinn á Grafningsvegi sem nú verður allur með bundnu slitlagi. Þetta kemur fram í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.
Verkið felst í styrkingu og breikkun Grafningsvegar sem einnig verður lagður bundnu slitlagi. Útboðskaflinn fylgir núverandi vegstæði nánast alveg með smávægilegum hæðarbreytingum. Núverandi vegur verður lagfærður og breikkaður. Hann var áður að jafnaði um 5 metra breiður en verður eftir lagfæringu 7 metra breiður (6,8 m bundið slitlag og 10 cm malaraxlir).
Nokkur ræsi í veginum verða endurnýjuð og eitt ristarhlið. Ljósifoss Ýrufoss Grafningsvegur Grafningsvegur neðri (350) Búrfell Framkvæmdasvæði Sog Framkvæmdakaflinn er 1,33 km að lengd og nær frá norðurenda brúar við inntak Írafossvirkjunar að vegamótum Grafningsvegar neðri. Sá kafli sem nú er verið að byggja upp er síðasti malarkaflinn á Grafningsvegi og að framkæmdum loknum verður vegurinn allur því lagður bundnu slitlagi.
Útboðið var auglýst 17. febrúar 2025 og opnað 4. mars. Tvö tilboð bárust í verkið en samið var við VBF Mjölni ehf. og Vestfirska verktaka ehf., Selfossi. Tilboðið hljóðaði upp á 92,7 milljónir króna sem var 1,3 milljónum yfir áætluðum verktakakostnaði.
Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið í ágúst á þessu ári.