Slóvakíulöggan á Kia cee´d

http://www.fib.is/myndir/Kia%20cee%5C'd-Police.jpg

Kia Motors hefur samið við innanríkisráðuneyti Slóvakíu um að sjá lögreglu landsins fyrir eftirlitsbílum næstu þrjú árin, til ársloka 2010. Kia bílar slóvakísku lögreglunnar verða allir framleiddir í Kia bílaverksmiðjunni  nýju í Slóvakíu.

Fyrstu  43 lögreglubílarnir voru afhentir í síðusu viku. Þeir eru af gerðinni Kia cee´d og verða 350  cee´d til viðbótar afhentir fyrir áramót.  Samkvæmt samningnum verða alls um 4,000 Kia bílar komnir í hendur lögregluyfirvalda þegar samningstímanum lýkur í árslok 2010. Þar með verður búið að endurnýja allan eftirlitsbílaflota slóvakísku lögreglunnar.

Nýju Kia cee´d lögreglubílarnir verða  tiltækir allan sólarhringinn þar sem hver vaktin af annarri tekur við bíl af þeirri sem hættir. Áætlaður meðalakstur hvers bíls er um 200 km á sólarhring alla daga allan ársins hring.
The image “http://www.fib.is/myndir/Kia%20cee%5C'd-Police2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Jean-Charles Lievens  framkvæmdastjóri Kia Motors Europe er að vonum ánægður með þennan samning og segir að hann sé staðfesting þess að um er að ræða trausta og endingargóða bíla. Kia cee´d kom fyrst á markað í desember á síðasta ári og síðan hafa selst yfir 80 þúsund eintök af bílnum. Kia cee´d hafi því gert all-þokkalegt strandhögg í C-flokk bíla (Golf-flokkinn) og treyst stöðu Kia á evrópskum bílamarkaði.

Nýju lögreglubílarnir verða allir sem fyrr segir framleiddir í hinni nýju bílaverksmiðju Kia í Zilina í Norð-Austur-Slóvakíu. Þar eru nú framleiddar þrjár megingerðir Kia bíla; þær eru fimm dyra cee´d hlaðbakur, cee´d Sporty Wagon sem er langbakur og Kia Sportage jepplingur. 2.400 manns vinna í verksmiðjunni á tveimur vöktum.