Slys sem verða vegna þess að „aðstæður leyfa“

The image “http://www.fib.is/myndir/Smaralindargildra.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Ljósastaur og skilti fest á jarðfasta steypuklumpa. Hvorttveggja óvarið í kanti Reykjanesbrautar við Smáralind.
Fyrir fáum dögum fór bíll niður af brúnni á Reykjanesbraut þar sem hún liggur yfir Fífuhvammsveg. Það var mikið lán í óláni að ekki varð stórslys. Sjálfur bíllinn sem þarna fór útaf var nýlegur og sterkbyggður þannig að sá sem í honum var hélt lífi og slasaðist ekki alvarlega. Og það var sannarlega lán í óláni að þegar bíllinn féll niður á Fífuhvammsveginn að ekki væru þar fyrir aðrir bílar eða gangandi fólk. Þá hefði farið verr.
Fréttavefur FÍB hefur ekki skýringar á því hversvegna ökumaður bílsins missti á honum stjórn og verður það látið liggja milli hluta, en við vitum að dimmviðri var, húðarrigning og mikill vatnsagi á götum. En þegar komið er á slysstaðinn verður ljóst að frágangur á umhverfi vegarkaflans er með þeim hætti að slysið gat gerst. Og af því það gat gerst, gerðist það. Og af því það gat gerst getur samskonar slys gerst aftur. Til að svona slys geti ekki aftur gerst á þessum stað þarf að bæta umhverfi vegarkaflans. Það er mergurinn málsins.
Það er vitað mál að ökumenn gera mistök. Þeir geta misst einbeitinguna og kunnátta sumra þeirra í akstri kann að vera með þeim hætti að þeir bregðast ranglega við hættuástandi. Ökumenn eru einfaldlega ekki vélar, heldur eru þeir mannlegir. Þessvegna er óásættanlegt að velta allri ábyrgðinni í umferðinni á ökumenn eins og hingað til hefur verið gert og að halda því einhliða fram eftir að óhapp eða slys hefur orðið að þeir hefðu átt að aka hægar og þeir hefðu átt að gera þetta eða hitt og af því að þeir gerðu það ekki þá sé þeim bara nær!! Með þessum orðum er ekki verið að gera lítið úr ábyrgð ökumanna, öðru nær. Umferðin er bara ekki eingögnu á þeirra ábyrgð, heldur okkar allra, almennings, stjórnvalda, vegagerðarmanna og veghaldara og ekki síst fjölmiðla, fótgangandi, hjólreiðamanna - allra.
The image “http://www.fib.is/myndir/Smaravegr.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Vegriðið er allt of stutt. Væri það lengra myndi það loka „gatinu“ og hætta á þessum stað stórminnkaði.
The image “http://www.fib.is/myndir/Smaralindarvegr2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. Af ummerkjum má ráða að bíllinn  hefur farið upp á vegriðið, tekist á loft og komið niður þar sem traðkið sést ofarlega til hægri á myndinni og haldið síðan áfram. Hann endaði loks á hvolfi á Fífuhvammsveginum eftir að hafa rutt niður rafmagnskassanum fyrir umferðarljósin undir brúnni.
The image “http://www.fib.is/myndir/Smaralbru.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Eftir fyrstu lendinguna eftir flugið af vegriðinu virðist bíllinn þvínæst hafa flogið á rafmagnskassann þar sem rauði og hvíti búkkinn stendur, og oltið loks þaðan inn á Fífuhvammsveginn og rétt sloppið við að lenda á ljósastaurnum. Mikil mildi var að enginn var á ferðinni á staðnum þegar slysið var að eiga sér stað.