Smábíll frá Tékklandi

The image “http://www.fib.is/myndir/Kolin.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Sl. þriðjudag var ný risa bílaverksmiðja vígð og formlega tekin í notkun í Kolin í Tékklandi um 60 km austan við Prag. Í verksmiðjunni er nýi þríburabíllinn Toyota Aygo/Citroen C1/ Peugeot 107 framleiddur. Þetta er enginn smá vinnustaður því þrjú þúsund manns starfa þar og sjö þúsund hjá undirframleiðendum verksmiðjunnar við að framleiða - þegar fullum afköstum er náð - 300 þúsund bíla á ári. Mikið húllumhæ var við opnunarathöfnina á þriðjudaginn og viðstaddir voru forstjórar Toyota, Citroen og Peugeot, forsætisráðherra Tékklands og bæjarstjórinn í Kolin.
Athöfnin á þriðjudag var til hátíðarbrigða því að í rauninni tók verksmiðjan til starfa þann 28. febrúar sl. og er síðan búin að framleiða um 11 þúsund bíla. Gert er ráð fyrir því að framleiða 100 þúsund bíla á þessu ári en þegar afköstin verða komin á fullt verður ársframleiðslan 300 þúsund bílar sem áður segir.
Margir bílaframleiðendur hafa reist verksmiðjur í A-Evrópu eftir að Sovétið lagðist af. Ástæðan er fyrst og fremst lág vinnulaun en laun almennra starfsmanna í Kolin eru vel innan við helmingur þess sem almennir starfsmenn í bílaverksmiðjum í Frakklandi fá.
En nýja verksmiðjan, sem heitir TCPA, ætlar ekki bara að nýta sér ódýrt vinnuafl fólksins í Kolin því að TCPA hefur látið fé af hendi rakna til að reisa íþróttamannvirki í bænum og næsta nágrenni hans.
Bensínvélarnar í  þríburabílinn eru smíðaðar í vélaverksmiðju Toyota í Póllandi en dísilvélarnar hjá PSA í Frakklandi.
The image “http://www.fib.is/myndir/Psa_toyota_c1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.