smart #1 vinnur til Red Dot og iF Design hönnunaðarverðlauna

Alþjóðlegar dómnefndir sérfræðinga veittu nýja smart #1 tvenn virt hönnunarverðlaun á dögunum. Rafknúni smábíllinn hlaut bæði Red Dot-verðlaunin fyrir vöruhönnun og iF Design-verðlaunin þar sem einblínt er á framúrskarandi hönnun og samfélagsþátttöku.

Við hönnun á smart #1 unnu alþjóðlegt hönnunarteymi Mercedes-Benz og rannsóknar- og þróunarteymi smart náið saman að því að kanna hið fullkomna jafnvægi á milli hönnunar innanrýmis og ytra byrðis og heildarafkasta smart #1. Bíllinn er fyrirferðarlítill að utan, rúmgóður að innan og með allt að 440 km drægni á rafmagni. Bíllinn er með stílhreint, fágað og straumlínulagað ytra byrði, sem er afrakstur „Sensual Producty“ hönnunarstefnunnar þar sem fullkomnu jafnvægi er náð á milli útlits og eiginleika sem draga úr loftmótstöðu.

Eiginleikar eins og faldir hurðarhúnar, fljótandi Halo-þak og karmalausar hurðir gera að verkum að hönnun smart #1 er álitin framúrskarandi í sínum flokki. Alls staðar má finna ný smáatriði sem kitla forvitnina.

Þess má geta að á síðasta ári fór bíllinn í gegnum öryggisprófanir fyrir Evrópumarkað af evrópsku öryggisstofnunarinnar, Euro NCAP, og hlaut fimm stjörnur hvað öryggi varðar. Bíllinn hlaut háa einkunn í öllum helstu öryggisflokkum. Það sem kom kannski helst á óvart var að þrátt fyrir að bíllinn sé í smærri kantinum fékk hann 96% öryggiseinkunn í verndun fullorðinna farþega. Bíllinn fékk 89% í öryggi barna innanborðs og akstursaðstoðarkerfin fá 88%.