Smart ekki mikil féþúfa

http://www.fib.is/myndir/SmartFortwo.jpg

Framleiðsla á örbílnum Smart hefur aldrei verið rekin með hagnaði. Til þessa hefur því ekki verið flíkað hversu mikil meðgjöfin frá móðurfyrirtækinu DaimlerChrysler hefur verið, en nú er reikningurinn kominn fram í dagsljósið – 360 milljarðar króna er samanlagt tap frá upphafi.

Þýska dagblaðið Handelsblatt greinir frá þessu en blaðið hefur komist yfir bókhaldsgögn frá DaimlerChrysler sem staðfesta þetta. Ráðamenn hjá fyrirtækinu hafa ekki viljað tjá sig um málið við blaðið.

Handelsblatt greinir frá því að á síðasta ári hafi verið methagnaður af framleiðslu Mercedes Benz  eða um 4 milljarðar evra. Tapið á Smart hafi hins vegar étið þann hagnað upp svo mjög að hreinn hagnaður varð „aðeins“ 2,4 milljarðar evra. Nú er hafin framleiðsla á nýrri kynslóð Smart Fortwo sem sögð er verða ódýrari í framleiðslu en upphaflega gerðin. Jafnframt hefur verið framleiðslu annarra gerða Smart bíla, svo sem Smart Forfour og Smart Roadster verið hætt.