Sögulegur stafrænn áfangi í þágu skilvirkni og öryggis

Nýjar vefþjónustur um nýskráningu ökutækja sem hafa verið í þróun eru nú tilbúnar til notkunar hjá Samgöngustofu og gefst öllum bílaumboðum kostur á að tengjast þeim.

Að því fram kemur í tilkynningu frá Samgöngustofu segir að vefþjónusturnar auka öryggi í meðferð gagna og spara tíma og fyrirhöfn allra aðila. Þar sem viðskiptin verða pappírslaus og akstur með gögn óþarfur er þessi nýjung sömuleiðis mjög umhverfisvæn.

Kaupendur nýrra ökutækja geta skrifað undir með rafrænum hætti hvar og hvenær sem er og gögnin eru vistuð á öruggum stað með skilgreindum aðgangsstýringum.

Eftir rafræna undirritun gagna sendir vefþjónustan þau til Samgöngustofu þar sem þau eru móttekin, villuprófuð og staðfest með sjálfvirkum hætti. Gera má ráð fyrir að þessi stafræna nýjung geti aukið skilvirkni og þægindi verulega þannig að tímasparnaður notenda verði allt að 50%.