Solterra verður fyrsti hreini rafbíllinn frá Subaru

 Fyrsti 100% rafbíllinn frá Subaru, Solterra, er væntanlegur á alla helstu markaði um mitt næsta ár. Solterra, sem er jepplingur í stærðarflokki C, bætist þar með í flóru annarra jepplinga frá Subaru, svo sem Outback, Forester og XV.

Solterra verður þróaður í samstarfi við Toyota til að nýta sérfræðiþekkingu beggja aðila á sínum sérsviðum. Þar er á meðal er yfirburðaþekking Subaru á hönnun bíla með framúrskarandi aksturseiginleika sem Boxervélar Subaru framkalla meðal annars.

Subaru mun svo nýta sér langa reynslu og tækniþekkingu Toyota af þróun nýorkubíla og eru sameiginlegt markmið beggja að hanna nýjan 100% rafknúinn jeppling með eiginleika sem aðeins rafbíll getur boðið.

Solterra verður byggður á nýjum undirvagni, svokölluðum e-Subaru Global Platform, sem Subaru ætlar einnig undir fleiri gerðir rafbíla á næstu árum. Undirvagninn var þróaður í samstarfi við Toyota og verða jafnframt samnýttir ýmsir íhlutir frá báðum aðilum við framleiðslu rafbílsins sem lækkað geti þróunar- og framleiðslukostnað og flýtt fyrir markaðsetningu bílsins.

Solterra er væntanlegur á markað um mitt ár 2022 í Japan, Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og Kína.