Sölumet Mercedes-Benz sendibíla

Daimler jók mjög sölu á Mercedes-Benz sendibílum á fyrri hluta ársins. Alls afhenti Daimler 190.200 nýja Mercedes-Benz sendibíla á fyrstu sex mánuðum ársins sem er met hjá fyrirtækinu.

Salan jókst um 8% á milli ára en sala á Mercedes-Benz sendibílum hefur nú aukist jafnt og þétt fimm ár í röð. 

Allar tegundir Mercedes-Benz sendibíla hafa gengið vel í sölu en Sprinter er söluhæstur með 96.200 selda bíla á árinu. Alls seldust 52.500 Vito sendibílar, 29.000 V-Class og 12.500 Citan og juku þessir þrir bílar allir talsvert við sig í sölu frá árinu á undan.

Daimler gerir ráð fyrir áframhaldandi góðri sölu á seinni hluta ársins en þá mun m.a. hinn nýi og spennandi X-Class pallbíll koma á markað en mikil eftirvænting ríkir eftir bílnum.