Sölutölur hafa ekki verið lægri í Evrópu síðan 1985

Nú liggja fyrir sölutölur á bílum í Evrópu fyrir árið 2021 og kemur í ljós að hún hefur ekki verið minni síðan 1985. Í Evrópusambandslöndunum, auk Bretlands, Noregs og Sviss voru nýskráningar alls 11,75 milljónir bíla.

2021 var kreppuár í Evrópu með lægstu nýbílasölu síðan 1985. Í Evrópusambandslöndunum, auk Bretlands, Noregs og Sviss voru nýskráningar alls 11,75 milljónir bíla. Heimsfaraldur, skortur á hálfleiðurum, og öðrum íhlutum hefur komið harkalega niður á bílaiðnaðinum.

,,Kreppa eftir kreppu hafði neikvæð áhrif á eftirspurn og skráningartölur á bílamarkaðinn. Viðvarandi óvissa í kringum heimsfaraldurinn og mikill skortur á hálfleiðurum skapaði fullkominn óvissu fyrir framleiðendur, segir Felipe Munoz, alþjóðlegur sérfræðingur fyrir Jato Dynamics í London sem tók þessar tölu saman.

Hrunið hófst með tveggja stafa lækkun í júlí og í desember 2021. Þá voru aðeins 949.252 bílar skráðir á þessum mörkuðum, sem er 22 prósenta fækkun frá sama mánuði kreppuárið 2020 og heil 25 prósent frá 2019, rétt áður enfaraldurinn hófst.

Þó að sumir litlir markaðir, þar á meðal Noregur og Ísland, sýndu aukningu á skráningartölum, drógst salan mikið á stórum mörkuðum - ekki síst í Þýskalandi sem var með lægstu tölur síðan 1985 í heildarsölu. Austurríki var með lægstu tölu síðan 1984, Belgía síðan 1985 og Holland síðan 1980.

En þrátt fyrir að heildarmarkaðurinn hafi hrunið var betra aðgengi að bílum með öðrum aflrásum en hefðbundnum bensín- og dísilvélum - sem veitti Norðmönnum t.d. mikla yfirburði með aðlaðandi ívilnunum fyrir rafbíla og endurhlaðanlega tvinnbíla.

Önnur lönd hafa einnig aukið hvata sína fyrir rafbíla á undanförnum árum, sem hefur gert það að verkum að margir Evrópubúar feta nú í fótspor Noregs þegar kemur að því að skipta yfir í rafbíla og endurhlaðanlega tvinnbíla. Árið 2021 voru nýorkubílar 19 prósent af heildarmarkaðnum með 2,25 milljónir skráninga, nánast á pari við dísilbíla sem voru 21,7 prósent.

Þegar horft er til bílaframleiðenda þá jók Hyundai-Kia  markaðshlutdeild sína í Evrópu úr 6,7 prósentum árið 2019 í 8,6 prósent árið 2021 . Því er að þakka aðlaðandi úrvali rafbíla og jeppa sem eru vinsælir á markaðnum.

Toyota jók markaðshlutdeild sína um 1,4 prósent, fyrst og fremst að þakka Yaris, sem var á meðal söluhæstu bíla í nokkrum löndum. Tesla, BMW og Volkswagen náðu einnig að auka markaðshlutdeild sína. Golf náði að verja stöðu sína sem mest selda bílagerð Evrópu með 205.408 skráningar - stöðu sem það hefur gegnt síðan 2008. En það er spurning hversu lengi það varir því salan á Golf hefur lækkað töluvert frá 2019 og var aðeins 10.000 bílum á undan Peugeot 208 sem var í öðru sæti árið 2021.

Markaðshlutdeild Tesla hefur tvöfaldast frá 2019 til 2021 og þökk sé fyrst og fremst Model 3 en salan aukist úr 29.300 bílum árið 2018 í tæplega 168.000 á síðasta ári. Model 3 er mest seldi rafbíll Evrópu sem var með 64 prósenta aukningu og fór upp í 17. sæti heildarlistans. Tesla er söluhæst í Noregi og Sviss, númer tvö í Bretlandi og í tíunda sæti í Þýskalandi og Austurríki.