Sparneytnustu og öruggustu bílarnir 2015

Sænska tryggingafélagið Folksam hefur birt árlegan lista yfir þá bíla sem standast öryggiskröfur sem félagið gerir til bíla og eru jafnframt þeir sparneytnustu hver í sínum stærðarflokki.

Folksam hefur um langt árabil rannsakað öryggi bíla frá flestum sjónarhornum, þeirra á meðal raunverulegum slysum, meiðsla-og dánartíðni í þeim sem og tíðni slysa miðað við ekna kílómetra. Þessar rannsóknir Folksam hafa í áranna rás leitt í ljós að sumum tegundum og gerðum bíla er hættara við tilteknum tegundum slysa en öðrum. En til að bílar yfirleitt komi til greina í þessari árlegu rannsókn á því hversu öruggir bílarnir eru, er núverandi viðmiðun sú að bíll þarf að hafa náð minnst 40 prósentum þeirra öryggisstiga sem bílar geta hugsanlega hlotið hjá Euro NCAP fyrir vernd fótgangandi og 88 prósent þeirra stiga sem gefin eru fyrir vernd fólksins í bílnum. Í ofanálag skulu bílarnir vera minnst 30 prósent yfir öryggismeðaltali félagsins sem byggt er á eigin slysarannsóknum Folksam.

Þetta eru þeir 13 nýju bílar, árgerð 2015, sem að mati Folksam eru bæði öruggastir og sparneytnastir: 

Stærðarfl.
Tegund og gerð
CO2
g/km
Eldsn.
l/100 km
Smábíll Toyota Yaris 1,5 VVT-I tvinnbíll 75 3,3
Smábíll Ford Fiesta 1,6 TDCi 95 Econetic 87 3,3
Minni meðalstærð
Peugeot 308 1,6 BLUE HDI 82 3,1
Minni meðalstærð
Renault Clio 1,5 DCI 90 83 3,2
Meðalstærð Skoda Octavia 1,6 TDI Greenline 85 3,3
Meðalstærð Volvo V40 2,0 D4 190 94 3,6
Stór fólksbíll
Ford Mondeo 1,6 TDCi 115 hö. Econetic M6 99 3,7
Stór fólksbíll
Opel Insignia 2.0 CDTi 103 kW S/S 99 3,8
Stór fólksbíll
Volvo S60 2.0 D4 181 109 4,1
Minni fjölnotabíll
Opel Zafira Tourer 1.6 CDTi Ecoflex S/S 105 4,0
Stærri fjölnotabíll
Citroen Grand C4 Picasso 1.6 E-HDi 115 117 4,5
Stærri fjölnotabíll
Citroen Grand C4 Picasso 2.0 E-Hdi 150 Aut6 117 4,5
Jeppi/jepplingur Volvo XC60 2.0 D4 181