Spenntu beltin

Allt frá stofnun FÍB árið 1932 hefur umferðaröryggi verið einn af  hornsteinunum í starfi félagsins. FÍB tekur mikinn og vaxandi þátt í samstarfi bifreiðaeigendafélaga um allan heim, m.a. innan FIA - heimssamtaka bifreiðaeigenda - og er um þessar mundir að hefja mikið starf hér á landi undir merkjum EuroRAP eins og félagsmenn munu geta lesið um í ítarlegri umfjöllun í FÍB blaðinu sem kemur út í fyrramálið og verður póstsent félagsmönnum í vikunni.
FIA og undirstofnun samtakanna, FIA Foundation, aðstoðaði stórnvöld og almenning á Costa Rica í fyrra við að gera umferðina í landinu öruggari. Eitt af því mikilvægasta sem þar var gert var að hvetja almenning til að nota bílbelti. Verkefnið í heild bar mjög mikinn árangur og hefur alvarlegum meiðslum og dauðaslysum í umferðinni þar fækkað ótrúlega mikið, ekki síst vegna þess að notkun bílbelta varð almenn í kjölfar herferðarinnar.
Við birtum hér mynd og íslenska þýðingu á texta úr einni af auglýsingunum úr átakinu á Costa Rica vegna þess að hvorttveggja á ekkert síður við okkur en Costa Rica-búa:
The image “http://www.fib.is/myndir/Spenntu.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Spenntu beltin! – fyrir þá sem þú elskar!
-ekki spenna beltin bara vegna þess að FÍB segir það, lögin segja það, Umferðarstofa segir það.
Spenntu beltin þannig að þeim sem þykir vænt um þig, þurfi ekki að líða illa vegna þess að þú nenntir ekki að spenna beltin.
Hugsaðu um þá sem þurfa að sakna þín.