Stafrænt ökunámsferli fer vel af stað

Notkun á stafrænu ökunámsferli hefur farið vel af stað. Markmiðið með verkefninu er að einfalda ferlið og bæta þjónustu svo um munar.

Ökukennarar eru mikilvægur hluti notenda. Þeir koma til móts við þarfir nemenda sinna og hafa boðið stafræna ökunámsferlið velkomið.

Þannig hafa nú 95% ökukennara hafið skráningar og geta því staðfest með stafrænum hætti ökutíma, akstursmat og að nemandi sé tilbúinn í æfingaakstur.

Heildarfjöldi ökukennara samkvæmt ökuskírteinaskrá er 277. Virkir ökukennarar í B-náminu frá janúar 2023 eru 228 og hlutfall ökukennara í B-náminu sem nota stafrænt ökunámsferli er 95%.