Stefnu­leysi og skort­ur á framtíðar­sýn

Það vantar skýrileika í rekstrarumhverfi bílgreina á næsta ári. Innflytjendur ökutækja eru þegar byrjaðir að panta bíla til afhendingar í febrúar og mars. Óviðunandi sé að vita ekki hvernig verðleggja megi vöruna,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Fram kom í nýju frumvarpi til fjárlaga sem kynnt var í gær er kveðið á um að innleiðingu nýs tekjuöflunarkerfis í tveimur áföngum vegna umferðar og orkuskipta í formi veggjalda vegna notkunar bifreiðar. Í fjárlagafrumvarpinu segir að í fyrra áfanga verður um að ræða kílómetragjald vegna notkunar hreinorkubíla á vegakerfinu og í þeim síðari vegna bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fyrra skrefinu er ætlað að auka tekjur ríkissjóðs um 7,5 milljarða á næsta ári. Ráðherra sagði að áfram yrði eft­ir sem áður stuðning­ur til að kaupa sér sér­stak­lega hag­kvæm­ari græna bíla og ódýr­ara verður áfram að eiga og reka raf­magns­bíl.

María Jóna segir í samtalinu við ViðskiptaMoggann að Bílgreinasambandið tek­ur und­ir að all­ir þurfi að greiða fyr­ir vega­kerfið, en þetta stefnu­leysi og skort­ur á framtíðar­sýn sem er ríkj­andi er hvorki gott fyr­ir bílaum­boð, sem vita ekki sölu­verð á hrein­orku­bíl eft­ir ára­mót, né neyt­end­ur sem eru að fara að kaupa vör­una og þurfa að geta borið sam­an rekstr­ar­kostnað hrein­orku­bíls og jarðefna­eldsneyt­is­bíls.

Hún seg­ir virðis­auka­skatt­sí­viln­an­ir á hrein­orku­bíla nema í dag rúm­lega 1,3 m.kr. „Svo hafa verið óljós skila­boð um ein­hverja umb­un varðandi kaup á hrein­orku­bíl, en ekki er skýrt hver hún á að verða eða hvort hún verður í boði.