Stjórnarformaður Nissan handtekinn

Carlos Ghosn, stjórnaformaður japanska bílaframleiðandans Nissan, var handtekinn í dag í Tokyo í kjölfar fjármálamisferlis. Ghosn hefur legið undir grun í marga mánuði að hafa ekki talið fram til skatts og skotið undan milljörðum króna. Í dag dró til tíðinda þegar dómstóll í Japan fyrirskipaði handtöku hans. Ljóst er að dagar hans hjá Nissan eru taldir.

Ghosn, sem fæddur er í Brasilíu, hefur verið mjög áberandi í bílaiðnaðinum og vilja margir þakka honum mikinn uppgang hjá Nissan á síðustu árum. Hann var í dag yfirheyrður af saksóknara og í framhaldinu handtekinn. Hann er talin hafa meira á samviskunni sem lítur að brotum í viðskiptum. Lögreglan fór inn í aðalstöðvar Nissan í Yokohama snemma morgun og hafði á brott með sér ýmis gögn sem tengjast rannsókninni.

Japanskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að fleiri stjórnarmenn Nissan hafi verið handteknir í dag. Talið er að þetta mál geti dregið dilk á eftir sér í bandalagi Renault-Nissan-Mitsubishi en þar er Ghosn í miklum metum.