Stjórnendur VW í Svíþjóð yfirheyrðir af lögreglu

Tæplega tugur af æðstu stjórnendum Volkswagen í Svíþjóð hafa verið yfirheyrðir af lögreglu út af dísilpústsvindlinu. Það er tímaritið Motor í Svíþjóð sem greinir frá þessu. ,,Til að hægt sé að gefa út ákæru fyrir svikastarfsemi þarf að liggja ljóst fyrir hvort sakborningar hafi vitandi vits lagt sig eftir því að svíkja viðskiptavinina,” segir Alf Johansson ríkissaksóknari við Motor.

Johannsson stjórnar þeirri deild saksóknaraembættisins sem fæst við svik í viðskiptum. Han segir að VW-stjórarnir séu grunaðir um grófa sviksemi, lygar og ósannindi gagnvart viðskiptavinum og almenningi sem kunni að hafa valdið bæði einstaklingum og samfélaginu ómældum skaða. Fullt tilefni sé til að komast eftir því hvort ástæða sé til að lögsækja mennina fyrir sænskum dómstólum, heyri meint brot þeirra ekki undir lögsögu annarra ríkja.