Stolinn bíll
 
Sl. fimmtudagskvöld var þessum jeppa stolið úr innkeyrslu við Vesturgötu í Reykjavík. Bíllinn er Suzuki Vitara árg. 2000 með skrásetningarnúmerið LX 611.
 
Þjófurinn hefur líklegast farið inn um ólæstar útidyr á húsinu og tekið lykla að bílnum af snaga í forstofunni og ekið brott.
Eigendur bílsins uppgötvuðu þjófnaðinn þegar þeir komu heim frá útlöndum á mánudagskvöldinu. Þjófnaðurinn var strax kærður til lögreglu en bíllinn er ófundinn, en vitað er að hann var á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi.
Þeir sem telja sig vita hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir að láta lögreglu vita og/eða hringja í síma 691 0996 eða senda tölvupóst á stefan@fib.is
 English
English 
							 Gerast Félagi
 Gerast Félagi Eldsneytisvaktin
 Eldsneytisvaktin 
					 
					 
					 
					 
					 
					
