Stór innköllun á Kia bílum í Bandaríkjunum

S-kóreski bílaframleiðandinn Kia hefur orðið að grípa til þess ráðs að innkalla um 295 þúsund bifreiðar í Bandaríkjunum en komið hefur í ljós galli sem veldur eldhættu í vélarrými bílanna að sögn bandarísku umferðaröryggisstofnunarinnar.

Rannsóknir eru hafnar hjá sérfræðingum Kia en í fyrstu er talið að um bilun í vélum bílana sé að ræða sem valdi jafnvel ólíuleka. Með öllu eru óljóst hvernig brugðist verður við þessum vanda en svo gæti farið að skipta verði um vélar. Um er að ræða 2012-2013 ár­gang­ar af Sor­ento, 2012-2015 ár­gerðir af Forte Koup og Forte, 2011-2013 ár­gerðir af Optima Hybrid, 2014-2015 ár­gerðir af Soul og 2012 ár­gerð Sporta­ge.

Þetta er annað áfallið sem Kia verður fyr­ir á nokkrum dögum. Í síðustu viku var greint frá því að hlut­deild­ar­fé­lagi þess, Huyndai, hefði verið gert að greiða 210 millj­ón dala sekt eft­ir að í ljós kom að illa hafði verið staðið að inn­köll­un 1,6 millj­ón bif­reiða.