Stór innköllun á tengiltvinnbílum hjá BMW

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur orðið að grípa til stórrar aðgerða vegna innköllunar á tengiltvinnbílum frá fyrirtækinu. Komið hefur í ljós íkveikjuhætta í rafhlöðum bílanna sem framleiddir voru á tímabilinu 20. janúar til 18. september á þessu ári. Um er að ræða yfir 26 þúsund bíla.

Þetta er ein stærsta innköllunin hjá BMW og er þegar hafin vinna við að kalla inn bíla til að vinna bug á vandanum. Hátt í fimm þúsund bílar með þennan galla eru í Bandaríkjunum en upp komst um íkveikjuhættuna í byrjun ágúst. Þá kviknaði í X5 bifreið þar í landi.

Talsmaður BMW  segir að fyrirtækið hafi hrundið af stað á heimsvísu og stöðvað afhendingu á nokkrum tengdum tvinnbílum sem fyrirbyggjandi aðgerð til að kanna háspennurafhlöðuna. Innri greining hefur sýnt að í mjög sjaldgæfum tilfellum eru agnir sem gætu hafa farið í rafhlöðuna meðan á framleiðsluferlinu stóð. Þegar rafhlaðan er fullhlaðin gæti þetta leitt til skammhlaups innan rafhlöðunnar sem  skapar eldhættu.

,,Um það bil 26.700 ökutæki verða fyrir áhrifum vegna þessa um allan heim.  BMW biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem viðskiptavinirnir hafa orðið fyrir  en auðvitað verður öryggið alltaf að vera í fyrirrúmi," sagði í yfirlýsingu frá BMW.

BMW er þó ekki eina fyrirtækið sem gripið hefur til þessa ráðs. Ford, sem notar samslags rafhlöður og BMW, gaf út svipaða tilkynningu vegna Kuga PHEV nýverið eftir að skammhlaup kom upp í nokkrum bifreiðum og kviknaði í þeim.