Stóráfangi í öryggismati íslenska vegakerfisins

Öryggismat FÍB og EuroRAP á 4.200 kílómetrum íslenska vegakerfisins verður kynnt á morgunfundi í Hörpu þann 20. mars næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Kaldalóni Hörpu og hefst kl. 8.30 og stendur til 10. Það er FÍB sem sér um framkvæmd EuroRap á Íslandi.

Af þessu tilefni mun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra opna fyrir almennan aðgang á netinu að niðurstöðum mælinga og stjörnugjöf EuroRAP.

James Bradford, þróunarstjóri EuroRAP, mun kynna aðferðafræði mælinganna. Fulltrúar FÍB munu kynna niðurstöður stjörnugjafarinnar og svara spurningum, ásamt James Bradford.  

Dagskrá fundarins:
1. Steinþór Jónsson, formaður FÍB flytur stutt ávarp.
2. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra opnar formlega fyrir almennan aðgang á netinu að gagnagrunni EuroRAP fyrir Ísland.
3. James Bradford þróunarstjóri EuroRAP kynnir EuroRAP öryggisúttektina og hvernig hægt er að nýta gagnagrunninn til að auka öryggi vegfarenda.
Búið er að skrá 4.200 km íslenska vegakerfisins í gagnagrunninn.
4. Ólafur Guðmundsson tæknistjóri EuroRAP á Íslandi segir frá vinnunni við skráningar og mælingar vegakerfisins.
5. Stutt ávörp: Jónas Snæbjörnsson fulltrúi vegamálastjóra og Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu.

Hlutverk EuroRap/FÍB er að framkvæma gæðamat á vegum út frá slysasögu og mati á öryggi veganna samkvæmt samhæfðum aðferðum. EuroRap eru samtök 29 bifreiðaeigendafélaga í jafnmörgum löndum Evrópu, stofnuð árið 1999 að frumkvæði FIA alþjóðasamtaka bifreiðaeigendafélaga. Auk FIA eru 14 opinberar stofnanir nokkurra Evrópulanda, t.d sænska Vegagerðin, TRL í Bretlandi og fleiri stuðningsaðilar við EuroRAP.

EuroRAP er systurverkefni EuroNCAP, sem árekstrarprófar bíla og gefur stjörnur miðað við öryggi. Meginmarkmið beggja verkefnanna er að fækka verulega banaslysum og alvarlegum slysum í umferðinni.  

Skrá mig á fundinn