FÍB / EuroRAP


Stóráfangi í öryggismati íslenska vegakerfisins


Öryggismat FÍB og EuroRAP á 4.200 kílómetrum íslenska vegakerfisins verður kynnt á morgunfundi í Hörpu þann 20. mars næstkomandi.

Við það tilefni mun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra opna fyrir almennan aðgang á netinu að niðurstöðum mælinga og stjörnugjöf EuroRAP.

James Bradford, þróunarstjóri EuroRAP, mun kynna aðferðafræði mælinganna.
Fulltrúar FÍB munu kynna niðurstöður stjörnugjafarinnar og svara spurningum, ásamt James Bradford.  

Okkur þætti vænt um að sjá þig við þetta tilefni.

Fundurinn í Kaldalóni Hörpu hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10.00.

Skráning á morgunfund FÍB og EuroRAP