Stórar innkallanir hjá Öskju og BL

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðunum Öskju og BL um innkallanir á bifreiðum. Fram kemur að Askja þurfi  að innkalla 427 Honda Civic, 5D, Civic Tourer, CR-V Diesel, CR-V DTEC, HR-V bifreiðar af árgerð 2015 - 2016 - 2017 - 2018.

Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að uppsöfnun brennisteins í hvarfakút getur valdið því að ökutækið uppfyllir ekki útblástursviðmið. Um er að ræða bifreiðar með díselvélar. Viðgerð tekur um það bil klukkustund og felst í uppfærslu á hugbúnaði.

BL ehf  þarf að innkalla 705 Subaru Legacy / Outback / Forester / Impreza bifreiðar af árgerð 2003 - 2014. Innkalla skal aftur umræddar bifreiðar og athuga hvort loftpúði farþegamegin sé af gerðinni Takata Like for Like sem notuð var í upphafi innköllunarinnar. Ef sú er raunin skal skipta honum út með loftpúða fra ZE TRW sem endanlegri viðgerð.

Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina  bréfleiðis. 

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.