Stórauka þarf fjármagn í vegakerfið

Í tölum sem Vegagerðin birti í gær kemur í ljós að umferðin í fyrra jókst um 10,6 prósent sem er næstmesta aukning frá því samantekt af þessu tagi hófst árið 2005. Undanfarin ár, eða síðan 2012 hefur umferðin aukist tvöfalt meira en að meðaltali síðan 2005 eða um 7,6 prósent meðan meðaltalið á ári yfir allt tímabilið er 3,4 prósent.

Þetta sýnir að álagið á vegakerfið er gífurlegt en það hefur aukist til muna með auknum ferðamannastraumi til landsins allan ársins í kring. Talið er að það muni kosta hundruð milljóna að auka þjónustuna lítillega sem ekki sé úr að spila. Þetta kom meðal annars fram í kvöldfréttatíma á RÚV í gærkvöldi í viðtali við upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Aukning fjárframlaga til Vegagerðarinnar milli fjárlaga nemi í raun 300 milljónum króna eftir 1200 milljóna króna leiðréttingu sem samþykkt voru snemma á síðasta ári.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, sagði í kvöldfréttum RÚV að það vanti sex milljarða króna til að mæta því sem þingmenn samþykktu á haustmánuðum í samgönguáætlun 2016. Runólfur segir að það lykilatriði varðandi uppbyggingu í dreifðu byggðum og fyrir ferðaþjónustuna og þjóðina í heild að koma í veg fyrir slys. Til að svo megi verða þarf að stórauka fjármagn í vegakerfið.

Runólfur segir að það þurfi að lyfta grettistaki í þessum málum. Horfa verði til þess að núverandi kerfi er að grotna og miklir peningar að tapast. Í staðinn að halda því við sem þegar hefur verið byggt þá er verið að eyða of miklum peninga bara til að halda í horfinu.

Nánari umfjöllun um þetta mál á RÚV má nálgast hér.