Stórfelldur samdráttur í sölu nýrra bíla

http://www.fib.is/myndir/Nyirbilar.jpg

Umferðarstofa hefur tekið saman yfirlit yfir nýskráningar ökutækja og eigendaskipti á tímabilinu frá 1. janúar 2008 til 14. nóvember 2008. Hafa skal í huga að hér er um að ræða nýskráningu og eigendaskipti allra ökutækja ekki bara bifreiða.

Ljóst er að nýskráningar ökutækja á fyrstu 318 dögum ársins (01,01,'08 - 14,11,'08) er samtals 17.265 en á sama tímabili í fyrra voru 27.103 ökutæki nýskráð hér á landi. Þetta er 36,3% fækkun nýskráninga milli ára. Á tveimur vikum þ.e. frá 31. október til 14. nóvember voru í ár skráð 90 ökutæki en á sama  tímabili í fyrra voru þau 1.083. Það er u.þ.b. 12 sinnum færri ökutæki en voru nýskráð á sama tímabili í fyrra eða 8,3% þess sem var í fyrra.

Eigendaskipti ökutækja á sama tímabili þessa árs eru 75.450 en þau voru 94.406 eftir jafn marga skráningardaga á síðasta ári. Hlutfallsleg lækkun eigendaskipta nemur því 20,1% milli ára.