Strætisvagnar í Los Angeles rafmagnsknúnir fyrir 2030

Með tíð og tíma stefnir í að núverandi strætisvagnafloti Los Angeles borgar heyrir sögunni en samkvæmt stefnu borgaryfirvalda á að skipta út strætisvögnum út fyrir rafmagnsknúnum.

Ef þessar áætlanir ganga eftir ætla borgaryfirvöld í Los Angeles að ná þessum markmiðum fyrir árið 2030.

Loftmengun, sem hefur vaxið mikið á síðustu árum, er orðin mikið vandamál og við þessari þróun ætla borgaryfirvöld að sporna við af öllum mætti.

Gert er ráð fyrir að keyptir verða yfir tvö þúsund rafmagnsvagnar og mun þessi fjárfesting kosta um hundrað milljarða íslenskra króna.

Mikil vakning  er um allan heim á þessum málum og íhuga margar borgir í Bandaríkjunum sem og annars staðar að fara inn á sömu brautir sem yfirvöld í Los Angeles hafa ákveðið að fara.