Subaru bestur

 http://www.fib.is/myndir/Legacy-2007.jpg

Samkvæmt Auto Index könnuninni í Svíþjóð er Subaru sú bíltegund sem sænskir bíleigendur eru ánægðastir með. AutoIndex könnunin er viðamikil neytendakönnun sem gerð er í fjölmörgum Evrópuríkjum. Hér á FÍB vefnum hefur nýlega verið sagt frá niðurstöðum AutoIndex kannana í Danmörku og Noregi þar sem Toyota var sú tegund sem mest ánægja er með.

Í Svíþjóð hefur BMW trónað í efsta sætinu undanfarin þrjú ár en fellur nú niður í annað sætið. Í því þriðja er svo Toyota. Athygli vekur að Svíar sem alltaf hafa verið ánægðir með heimabílana Volvo og Saab setja Volvo í fimmta sætið og Saab í það áttunda.

Það er bílatímaritið Vi Bilägare  sem lætur gera AutoIndex könnunina í Svíþjóð og birtir niðurstöðurnar. Niðurstöður  þessarar nýjustu sem nefnist AutoIndex 2007 mun birtast í næsta tölublaði tímaritsins.