Sumarfrí á fréttavef FÍB

http://www.fib.is/myndir/Vatns.jpg

Þar sem fréttaritari fréttavefjar FÍB er farinn í sumarfrí verða fréttir á vefnum stopular næsta rúma mánuðinn eða svo.

Félagsmönnum er óskað góðs sumars og allra heilla hvert sem þeir fara í sumarleyfum sínum og hvar sem þeir eru og verða staddir. Við hvetjum félagsmenn til að vera vakandi fyrir því að kynna sér og nýta sér þá afslætti og sérkjör sem þeim standa til boða í gegnum félagsaðild sína að FÍB.

Systurfélög FÍB innan FIA alls staðar í heiminum veita félagsmönnum FÍB sömu þjónustu og sínum eigin félagsmönnum gegn framvísun félagsskírteinis í FÍB. Félagsaðild í FÍB fylgir einnig aðild að stærsta afsláttarklúbbi heims, Show your Card!

Kynntu þér málið hér á heimasíðu FÍB

-SÁ