Sundabraut í göngum álitlegasti kosturinn

Í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í gærkvöldi var Sundabraut þar til umfjöllunar og í viðtali við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, kom fram að hann teldi að Sundabraut í göngum yrði langfarsælasta útfærslan á samgöngumannvirkinu. Hann hafi verið á þeirri skoðun í meira en áratug.

Sundabraut hafi verið í sérstöku ferli allan síðasta vetur. 

„Og niðurstaðan þar var sú að Sundabraut í göngum er fyrsti kostur. Fyrirvarinn sem var settur við það að hafa hana í lágbrú er einmitt röskunin sem verður á hafnarsvæðinu, röskunin fyrir mikilvæga flutninga til og frá landinu,“ sagði Dagur.

Borgarstjóri sagði að Sundabraut hafi verið í sérstöku ferli allan síðasta vetur. 

,,Niðurstaðan þar var sú að Sundabraut í göngum er fyrsti kostur. Fyrirvarinn sem var settur við það að hafa hana í lágbrú er einmitt röskunin sem verður á hafnarsvæðinu, röskunin fyrir mikilvæga flutninga til og frá landinu.“

Hér má horfa á viðtalið í heild sinni.