Sundabraut verði sem fyrst að verueika

Bæjarráð Mosfellsbæjar leggur mikla áherslu á að uppbygging Sundabrautar verði að veruleika sem allra fyrst. Þetta kom fram í bók­un á fundi ráðsins í sl. fimmtudag þar sem fjallað var um skýrslu verk­efn­is­hóps sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra og Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu um mál­efni Sunda­braut­ar.

Lagning Sundabrautar leysir að öllum líkindum mikinn umferðarvanda á norðurhluta höfuðborgarsvæðisins og mun m.a. draga úr umferð í Ártúnsbrekku og á Vesturlandsvegi í gegnum Mosfellsbæ.

Því ber að gæta sérstaklega að því að ekki verði lagðar hindranir og aukinn kostnaður í aðalskipulagi Reykjavíkur sem truflað gæti lagningu Sundabrautar í framtíðinni svo sem með skipulagðri byggð.

Bæjarráð Mosfellsbæjar hvetur Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkið til að hraða undirbúningi og framkvæmdum við Sundabraut eins og kostur er.

Þess má geta að starfshópur um Sundabraut á vegum ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lauk í fyrrasumar og skilað skýrslu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sundabraut hefur verið til skoðunar um árabil og í skýrslunni eru nokkrir valkostir vegnir og metnir. Í niðurstöðum hópsins eru tveir valkostir taldir koma til greina; jarðgöng yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Hvorki botngöng né hábrú yfir Kleppsvík voru taldir fýsilegir kostir.