Suzuki sölumet í Danmörku

The image “http://www.fib.is/myndir/Suzukilogo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Árin 2003 og 2004 hefur bíltegundin Suzuki notið methylli hjá Dönum. Rúmlega 18.000 kaupendur nýrra bíla í Danmörku hafa valið Suzuki á þessu ári, eða 40% fleiri en 2004 og rúmlega 70 prósent fleiri en árið þar á undan. Suzuki er mest selda bíltegund í landinu í ár og hefur eftirspurn eftir flestum gerðum Suzuki verið slík að fjórar gerðir Suzuki eru mjög ofarlega eða efstar á vinsældalistanum yfir einstakar gerðir bíla.
Umboðs- og söluaðilar Suzuki í Danmörku eru sem vænta má kátir yfir þessu og ætla að halda mikla hátíð á flestum útsölustöðum Suzuki í Danmörku dagana 7.-8. janúar nk. með kampavíni og kransakökum handa Suzukivinum. Þá verða um leið kynntar nýjar árgerðir og undirgerðir eins og ódýrari gerð Ignis með 1,3 l vél, ný árgerð Suzuki Liana o.fl. Nýi ódýri Ignisinn kemur í stað smábílsins Suzuki Alto sem hverfur af markaði. Sá bíll hefur síðustu árin komið frá Indlandi.