Suzuki X-Head

http://www.fib.is/myndir/Suzuki_xhead.jpg
Suzuki X-Head.

Alþjóðlega bílasýningin í Tokyo verður opnuð þann 26. október nk. og venju samkvæmt tjalda bílaframleiðendur í Asíu því sem þeir eiga þar, enda á heimavelli þannig séð.

Suzuki hefur skýrt frá nýjum hugmyndarbíl sem þar verður sýndur – nokkuð frumlegum verður að segja. Þetta er jeppi sem er eiginlega japanskur Mini-Hummer, sem nefnist X-Head. Þetta er svona borgarjeppi með ýmsum björgunarbúnaði til að gera það mögulegt að komast áfram í myrkviðum stórborga - og komast af þar.The image “http://www.fib.is/myndir/Suzuki-xhead_bak.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Gagnstætt bandarísku borgarjeppunum sem knúnir eru 4-6 lítra V8 risavélum þá er þessi Suzuki jeppi með aðeins 1372 rúmsm vél enda meir en helmingi léttari og helmingi minni en meðal amerískur borgarjeppi.

Í bílnum er ýmiss búnaður eins og dráttartóg, stór og mikill sjúkrakassi og auk þess matarkassi með vatni og niðursoðnum mat, ef menn festast einhversstaðar. Í honum er auk þess viðlegubúnaður ef nauðsynlegt reynist að halda til yfir nótt fjarri gististöðum.