Svartur orðinn tískulitur bílanna

http://www.fib.is/myndir/GolfGTi-svartur.jpg
Vinsælasti bílaliturinn í Evrópu - svartur.

Lakkframleiðandinn DuPont hefur gefið út nýja skýrslu um vinsælustu bílalitina. Vinsælasti bílaliturinn  á síðasta ári í Evrópu reyndist vera svartur. Svarti liturinn hefur því fellt silfurgrámann úr efsta sætinu, en silfurgrátt var vinsælasti bílaliturinn í Evrópu árið 2007.

56 ár eru frá því að DuPont birti sína fyrstu ársskýrslu um vinsælustu bílalitina. Fyrsta samantektin náði einungis til heimalands DuPont, Bandaríkjanna, en nýjustu skýrslurnar ná til flestra markaðssvæða heimsins fyrir bíla. Með þessari frétt fylgir myndræn framsetning á vinsælustu bílalitunum í ýmsum mis-fjarlægum en flestum kunnuglegum deildum jarðar. http://www.fib.is/myndir/DuPon_EUR.jpg

Í Evrópu eru vinsælustu bílalitirnir svartur,hvítur og silfurgrár. En vinsældir rauðra litatóna eru greinilega að aukast jafnt og þétt. Aðrir litir sem greinilega eru að vinna á eru svo hlutlausir litir eins og drapplitir og brúnir litir. Höfundar litaskýrslunnar telja að aukinn áhuga fyrir síðastnefndu litunum megi að nokkru rekja til  vaxandi umhverfisvitundar almennings.

DuPont hefur nú í fyrsta sinn tekið saman lita-vinsældalista fyrir hina ört vaxandi bílamarkaði í Indlandi og Rússlandi. Á báðum þessum svæðum er  silfurgrái liturinn vinslæastur en svartur og rauður fylgja fast á eftir silfrinu. En vestan við Atlantshafið, í Bandaríkjuunum, er uppáhaldsliturinn hvítur.

Skýringin á vinsældum hvíta litarins er ekki einvörðungu fagurfræðilegs eðlis heldur koma þar líka hagkvæmnisástæður við sögu. Þegar Bandaríkjamenn kaupa sér nýja bíla hugsa þeir margir til þess að bíllinn gæti rispast og skemmst. Því velja þeir margir hverjir liti sem eru auðveldir í meðförum og þar með ódýrir og hagkvæmir þegar gera þarf við rispur og beyglur og sprauta bílinn á ný.
http://www.fib.is/myndir/DuPo_NA.jpg http://www.fib.is/myndir/DuPon_JAPAN.jpg http://www.fib.is/myndir/Dupo_RUSSIA.jpg