Svíar ánægðastir með Toyota

http://www.fib.is/myndir/ToyotaYaris.jpg
Svíar ánægðastir með Toyota Yaris.


Motormännens Riksförbund, systurfélag FÍB í Svíþjóð hefur spurt bíleigendur sem keyptu nýjan bíl fyrir ári um hversu ánægðir þeir séu með bíla sína. Flestir þeirra ánægðu eru eigendur Toyota Yaris en flestir hinna óánægðu eru eigendur Volvo V50.

Í öðru sæti á þessum lista er Subaru Legacy. Mazda 6, Toyota Prius og BMW 5 línan deila svo þriðja sætinu. Það hversu japanskir bílar eru sterkir í efstu sætunum segir í Terje Eklund tæknistjóri Motormännens Riksförbund sýna nokkuð hversu vandaðir þeir eru.

Toyota Yaris sem nú er í efsta sætinu var í öðru sæti í samskonar könnun félagsins í fyrra, þar áður í því fyrsta og fyrir þremur árum í því þriðja. Eklund segir það heldur engin undur hversu Volvo V50 er neðarlega. Hann hafi frá upphafi verið heltekinn af allskonar raf- og tölvuvandamálum sem hafi neytt eigendur til ítrekaðra verkstæðisheimsókna. Eftirtektarvert sé að í heild eru eigendur óánægðari með nýju bílana nú en áður. Það sé vegna þess að rafeindabúnaður bíla verði stöðugt meiri og flóknari og bili oftar en áður. http://www.fib.is/myndir/Gledilistinn.jpg

Það sem sænskir eigendur einstakra tegunda meta mest við bíla er:

* Rekstraröryggi og lág bilanatíðni er það sem eigendur Toyota, Mercedes, Volvo og Audi oftast nefna.

* Aksturseiginleikar eru mikilvægur þáttur hjá eigendum Subaru Legacy, Audi, BMW og Saab 9-5.

* Umhverfismimldi skiptir miklu hjá þeim sem Toyota Prius og Ford Focus.

* Hagstætt verð skiptir þá miklu sem velja Citroën C5, Hyundai, Ford Fiesta, Skoda og Peugeot.

* Sparneytni bíla er mikilvægur eiginleiki hjá þeim sem velja Skoda Fabia, Toyota Prius og Yaris, Peugeot 206, VW Polo eða Opel Astra.

* Þeir sem láta útlit bíla sig miklu skipta velja helst A3, BMW 3-línuna, Peugeot 206 og 407.

*Þegar mikið flutningsrými skiptir máli velur fólk helst Volvo V70 og Skoda Octavia.

* Ríkulegur staðalbúnaður er það sem hefur aðdráttarafl hjá Mazda.

Í könnuninni koma 42 mest seldu bílarnir í Svíþjóð á tímabilinu okt. 2005-mars 2006 og hafa verðið í stöðugri notkun hjá eigendunum í fullt ár. Alls svöruðu 16.547 einkabíleigendur.