Svíar sækjast eftir umhverfismildum bílum

Saab 9-5 Biopower - söluhæsti umhverfismildi bíllinn í Svíþjóð.
Nýskráningum umhverfismildra bíla hefur fjölgað í Svíþjóð um 490 prósent í aprílmánuði miðað við apríl í fyrra. Í fyrra voru nýskráningar umhverfismildra bíla í Svíþjóð 492 en í ár 2888. 
Framkvæmdastjóri stór bílasölufyrirtækis í Svíþjóð segir við sænsk dagblöð að eftirspurn aukist jafnt og þétt eftir dísilbílum sem gefa frá sér lítið koltvíildi í akstri og að Sviþjóð sé það land í Evrópu, jafnvel öllum heiminum, þar sem hraðast dregur úr útblæstri koltvíildis. 
Mest seldu umhverfismildu bílarnir í Svíþjóð í síðasta mánuði voru Saab 9-5 Biopower, Volvo V50 Flexifuel, Ford Focus Flexifuel, Volvo 70 Bi-Fuel og Toyota Prius.
Af nýskráðum bílum í Svíþjóð í heild í aprílmánuði sl. voru umhverfismildir bíla rúmlega 11 prósent. 
 English
English 
							 Gerast Félagi
 Gerast Félagi Eldsneytisvaktin
 Eldsneytisvaktin 
					 
					 
					 
					 
					 
					
