Svigrúm til meiri lækkana er fyrir hendi
Töluverð verðlækkun hefur orðið á eldsneyti á heimsmörkuðum á síðustu dögum og nemur lækkunin um 20% þegar verðið var hvað hæst í október. Um helgina lækkaði bensínverðið hér á landi um þrjár krónur lítrinn og kostar 95 oktana bensín hjá Orkunni (Skeljungi) 228,70 krónur, Atlantsolíu 228,80 krónur og hjá N1 232 krónur. Dísilolíuverðið er á flestum stöðum rösklega þremur krónum ódýrara en 95 oktana bensín og kemur það til vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði.
Mun meiri verðlækkun á bensíni hefur átt sér stað víða í Evrópu heldur en hér á landi síðustu daga. Svigrúm til meiri lækkana íslenskum neytendum til handa er því til staðar, en ekki nýtt sem skildi. Forsvarsmenn olíufélaganna benda sem fyrr á að helmingur bensínverðsins sé föst stærð, skattar, olíugjald og fleira kemur til.
Fyrir helgina kostaði bensíntunnan 70 dali á heimsmörkuðum og telja sérfræðingar að verðið getið jafnvel lækkað enn frekar á næstum dögum og viku. Rekja má þessa hækkun að einhverju leyti til mun betri birgðastöðu í Bandaríkjunum en talið var og ennfremur eru áhyggjur af hægari hagvexti. Birgðastaða hefur batnað verulega vestanhafs um nokkurt skeið og er hún talin þrisvar sinnum meiri en sérfræðingar töldu.
 English
English 
							 
				 Gerast Félagi
 Gerast Félagi Eldsneytisvaktin
 Eldsneytisvaktin 
					 
					 
					 
					 
					 
					
