Systurnar unnu sparakst­urs­hluta keppn­inn­ar

Íslands­mót í ná­kvæmn­isakstri 2020 lauk um helgina en það var haldið sam­hliða heims­meist­ara­mót Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins (FIA) í ná­kvæmn­isakstri raf­bíla, dag­ana 20.-22. ág­úst.

Jó­hann Eg­ils­son og Pét­ur Wil­helm Jó­hanns­son á Peu­geot 208-e urðu hlut­skarp­ast­ir í þess­um hluta keppn­inn­ar með 2.711 stig. Óku þeir 703,7 km á þrem­ur dög­um og raf­magns­eyðslan var 15,86 kW per 100 km.

Raf­orku­notk­un í keppn­inni hjá þeim er því 111,6 KWh, kostnaður per kWh á heim­araf­magni er um 16 kr. og heild­ar­orku­kostnaður í keppn­inni því 1.785 kr. Vega­lengd­in er ná­lægt því eins og ekið hafi verið frá Reykja­vík til Ak­ur­eyr­ar og aft­ur til baka.

Í öðru sæti urðu Re­bekka Helga Páls­dótt­ir og Auður Mar­grét Páls­dótt­ir á MG ZS EV  með 4.181 stig. Í þriðja sæti á Peu­geot 2008-e urðu Hinrik Har­alds­son og Marinó Helgi Har­alds­son 13.271 stig.

Syst­urn­ar Re­bekka Helga og Auður Mar­grét kepptu fyr­ir Íslands hönd á heims­meist­ara­mót­inu og unnu sparakst­urs­hluta keppn­inn­ar með frá­bær­um akstri og bestri nýt­ingu raf­orku (+9,6%) miðað við upp­gefna tölu fram­leiðenda sem áttu bíl í keppn­inni.

Sig­ur Helgu og Auðar í sparakst­urs­hlut­an­um færði þeim jafn­framt annað sæti í heild­ar­keppn­inni, þar sem einnig var keppt í akstri skv. leiðar­bók á upp­gefn­um hraða hverju sinni, auk eins stigs til heims­meist­ara í heims­meist­ara­mót­inu.

Ísorku eRally Ice­land 2020, sem er hluti heims­meist­ara­móts raf­bíla á veg­um FIA Electric Reg­ula­rity Rally Cup (ERRC), hófst hér á landi sl. fimmtu­dag og lauk um helg­ina. Í heild voru ekn­ir 703 km og þar af 407 km á sér­leiðum.

Sam­kvæmt því sem fram kem­ur á heimasíðu Akst­ursíþrótta­sam­bands Íslands var þetta í þriðja sinn sem keppn­in fór fram hér á landi. Þótti öll um­gjörð keppn­is­halds­ins til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar að mati sér­fræðinga sem sóttu mótið á veg­um FIA.