Tækifæri gefast til að hreinsa götur í desembermánuði

Það viðraði vel til gatnahreinsunar í Reykjavík um helgina. Veðrið var sérlega gott á höfuðborgarsvæðinu, úrkomulítið, og hiti á bilinu 4 til 9 stig. Það er ekki oft sem gefst tækifæri til að hreinsa götur í desembermánuði.

Götur eins og Nóatún og Langahlíð, Suðurlandsbraut, Skeiðarvogur og Réttarholtsvegur, Bústaðavegur og Grensásvegur verða hreinsaðar um helgina. Markmiðið er m.a. að draga úr svifryki og nota tækifærið til að sópa í þessu fína veðri og gera umhverfið okkar snyrtilegt.

Veðurhorfur næstu daga gera ráð fyrir góðu ferðaveðri miðað við árstíma.