Tesla ætlar að færa enn frekar út kvíarnar í Evrópu

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur áform uppi að færa enn frekar út kvíarnar í Evrópu. Mikill uppgangur fyrirtækisins gerir því kleift að útvíkka starfsemi og gera hana enn sterkari en nú er.

Tesla bílar seljast mjög vel víðast hvar og staða fyrirtækisins aldrei verið sterkari. Á síðasta ári seldi Tesla Model 3 bílinn sinn í 300.000 eintökum á heimsvísu og stefnir í að vera mest seldi rafbíll allra tíma. Á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs var Tesla sú bíla­teg­und sem seldist mest þegar kom­ að nýj­um bíl­um.

Í Bandaríkjunum hafa selst mun fleiri bílar á þessu ári en Tesla gerði ráð fyrir. Þetta hefur komið forsvarsmönnum fyrirtækisins mjög á óvart þrátt fyrir áhrifa og út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar.

Nú hefur Tesla í hyggju að nýta vel tækifærin sem bjóðast í Evrópu og nýlega keypti fyrirtækið leyfi sem gerir bílaframleiðandanum kleift að eiga viðskipti með raforku í vestur-Evrópu. Með því færi hægt að bjóða viðskiptavinum enn meiri þjónustu og samkeppni við aðra bílaframleiðendur myndi aukast enn frekar.

Þessi hugsanlegu auknu umsvif í Þýskalandi hafa mætt gagnrýni og andstöðu hjá sumum ráðamönnum. Tesla hefur enn sem komið er ekki viljað tjá sig um þessi áform á orkumarkaði.

Elon Musk, forstjóri Tesla, hyggur á ferð til Þýskalands á næstu dögum og mun þá eiga fund með efnahagsráðherra landsins. Þar mun hann upplýsa ráðherra um fyrirhugaða uppbyggingu og áform á næstu mánuðum.

Reistar hafa verið fleiri verksmiðjur í Bandaríkjunum og ný verksmiðja opnaði nýverið í Kína. Gengi hlutabréfa hafa rokið upp úr öllu valdi og hafa hækkað vel yfir 300% á þessu ári.

Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríska bílaframleiðandans Tesla,sagði frá því nýlega að hugsanlega geti fyrirtækið farið að framleiða rafhlöður með lengri líftíma og með allt að 50% meiri orkuþéttleika á næstu þremur til fjórum árum.