Tesla íhugar að fara af hlutabréfamarkaði

Elon Musk, enn af stofnendum Tesla, er alvarlega að hugsa um að taka fyrirtækið sitt af  hlutabréfamarkaði. Í tilkynningu frá Tesla kemur fram að endanlega ákvörðun í málinu verði tekin á næstunni.

Musk segir í bréfi til starfsmanna að viðskiptin væru til þess fallinn að gera fyrirtækinu kleift að starfa utan sviðsljóðsins og það væri laust við áhyggjur af skammtímagróða.

Fram kom í fréttum í gær að Musk íhugaði að kaupa fyirtækið á 420 Bandaríkjadollara á hlut . Þess má geta að hlutabréf í Tesla hækkuðu um rúmlega 10% í gær eftir að fréttir bárust af hugleiðingum fyrirtækisins.

Tesla á enn töluvert í land að ná upp sölunni eins og að var stefnt. Forsvarsmenn Tesla eru bjartsýnir á að markmiðunum verði náð í sumar en hátt í hálf milljón kaupenda er á biðlista sem myndast hefur vegna tafa í framleiðslunni síðustu ár.

Alls seldi Tesla yfir 100 þúsund bíla á árinu 2017 sem er töluverð aukning frá árinu á undan.