Tesla innkallar bíla í Bandaríkjunum vegna galla í öryggisbeltum og bremsum

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur gripið til þess ráðs að innkalla þúsundir bifreiða vegna galla sem fram komu sem lúta að öryggisþáttum. Umræddir gallar einskorðast eingöngu við bíla fyrirtækisins á bandarískum markaði.

Tesla í samvinnu við bandarísku umferðaöryggisstofnunina NHTSA gaf í vikunni út innkallanir fyrir Model 3 og Model Y en fram hafa komið gallar í öryggisbeltum og bremsukerfi bílanna. Í þessum tilfellum er um ræða yfir tíu þúsund bifreiðar af árgerðunum 2018-2021.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að engin slys eða óhöpp tengjast þessum þessum vandamálum.  Tesla hefur sett sig í samband við eigendur bílanna og ráðist í viðgerðir þeim að kostnaðarlausu.