Tesla, Mercedes og Skoda skora hátt í nýjustu Euro NCAP öryggisúttektinni

Í dag birti Euro NCAP niðurstöður öryggisprófana samtakanna á sex nýjum bílum.  Fjórir þeirra ná 5 stjörnum: Tesla Model 3, Skoda Scala, Mercedes-Benz B-class og M-Benz GLE.  Nýi Kia Ceed og DS3 (dýrara merki frá Citroën) Crossback sportjeppinn fengu 4 stjörnur með staðalbúnaði en ná 5 stjörnum með auka öryggispakka sem hægt er að panta og borga aukalega fyrir.

Nýi Tesla bíllinn Model 3 nær hæsta skori í árekstrum framanfrá og virkni krumpusvæðis til að verja ökumann og farþega.  Virki öryggisbúnaður Teslunnar kom einnig mjög vel út og þá sérstaklega  ökumannsaðstoðin m.a. akgreinavarinn, hraðastillirinn og sjálfvirki neyðarhemlunarbúnaðurinn. Teslan náði 94% stiga í 2019 öryggisviðmiðunar prófi Euro NCAP sem er hæsta skorið til þessa með nýja prófunarstaðlinum.

Nýi Skoda Skala bíllinn kom rétt í kjölfar Tesla Model 3 í heildareinkunn og náði m.a. 97% stiga varðandi öryggi og vernd farþega í bílnum. 

Útkoma Mercedes-Benz bílanna, B-Class og GLE heldur því merki á sigurbraut varðandi öryggi. Þetta voru bíll númer 10 og 11 frá Mercedes-Benz sem ná 5 stjörnum í árekstrarprófunum Euro NCAP frá árinum 2014 sem sýnir vel hversu mikla áherslu Benz leggur á öryggi sinnar framleiðslu.

Kaupendur Kia Ceed eða DS 3 Crossback ættu að kanna sérstaklega auka öryggispakkana sem hægt er að panta með bílunum.  Öryggisprófanir Euro NCAP sýna að öryggispakkarnir m.a. ökumannsaðstoð og neyðarhemlunarbúnaður bæta öryggi þessara bíla umtalsvert.

Michiel van Ratingen framkvæmdastjóri Euro NCAP segir að það sé frábært að bílarnir séu að skora svona hátt.  ,,Öryggisprófanirnar okkar eru orðnar mun strangari og víðtækari en áður en bílaframleiðendur eru í flestum tilvikum að ná góðum árangri með bíla sína sem þýðir að neytendur geta valið úr enn meira úrvali öruggra ökutækja.  Kröfurnar verða auknar enn frekar á næsta ári með sérstaka áherslu á bættar prófanir á virkum öryggisbúnaði, nýjar viðmiðanir varðandi árekstra framanfrá og meiri áherslu á vörn og öryggi við hliðarárekstra. Markmiðið er að auka öryggi allra vegfarenda.“

Nánari upplýsingar má fá hér:  www.euroncap.com

Tesla 3Tesla 3 Euro Ncap

Skoda Scala Euro NcapÁrekstrarprófun Skoda Scala

Mercedes Benz B class Euro NcapÁrekstrarprófun M.Benz B-class

Niðurstöður M.Bens GLE Euro NcapÁrekstrarprófun M.Benz GLE

Niðurstöður Kia Ceed Euro NcapÁrekstrarprófun Kia Ceed

Niðurstöður DS3 Euro NcapÁrekstrarprófun DS3

 

Um Euro NCAP:

Euro NCAP framkvæmir árekstrarprófanir á nýju ökutækjum og veitir neytendum raunhæft og óháð mat á öryggi vinsælla bíla sem eru á markaði á evrópska efnahagssvæðinu. Euro NCAP hóf starfsemi 1997 að frumkvæði FIA, alþjóðasamtaka bifreiðafélaga (FÍB er meðlimur) og með stuðningi margra evrópskra stjórnvalda, bifreiðaeigendafélaga, neytendasamtaka og tryggingafélaga.