Tesla söluhæsti bíllinn það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbifreiða frá áramótum og til 6. júní eru nú orðnar 3.491 og nemur samdrátturinn um 45% miðað við sama tímabil í fyrra. Tesla er söluhæsta merkið en alls hafa selst 463 bifreiðar af þeirri tegund. Toyota er í öðru sæti með 450 bíla og Kia í þriðja sæti með 274. Þar á eftir koma Hyundai og Volkswagen.

Í nýskráningum það sem af er árinu er hlutdeild rafbíla 28%, bensínbíla 21,6%, dísilbíla 18,4%, tengiltvinn 17,5% og Hybrid 13,2%.