Tesla stendur frammi fyrir erfiðleikum

Þrátt fyrir erfiðleika í rekstri ætlar bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla ekkert að gefa eftir í rekstrinum og hyggst framleiða 2500 bíla af gerðinni Model 3 í viku hverri. Þegar líður tekur á árið er stefnt að því að framleiða 5000 bíla í viku.

Í uppgjöri síðasta ársfjórðungs kom í ljós tap upp á tugi milljarða króna og blasir við mikill vandi á næstu mánuðum. Hlutabréf í Tesla hafa lækkað um 10% á síðustu mánuðum og starfsmenn er huggandi um sinn hag en þeim hefur fækkað töluvert í kjölfar erfiðleika fyrirtækisins.

Illa hefur gengið að ná upp fjöldaframleiðslu á nýja Model 3 bílnum en fyrir tveimur árum síðan var stefnan að framleiða 500 þúsund bíla árið 2018. Ekki er víst að þau óform ganga eftir þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um annað.