The Grand Tour frá gamla TopGear þremenningasambandinu

Ben Collins.
Ben Collins.

Eins og margir minnast efalaust þá samdi gamla strákagengið í TopGear við Amazon um gerð nýrrar þáttaraðar í anda TopGear. Það gerðist eftir að búið var að reka Jeremy Clarkson og þeir Richard Hammond og James May búnir að segja upp hjá BBC í kjölfarið.

Nú er fyrsta þáttaröðin sem heitir The Grand Tour, tilbúin og frumsýning á fyrsta þættinum verður 18. nóvember nk. Framvindan verður í sama anda og hún var í TopGear. Farið er hingað og þangað um veröld víða og atriði tekin upp sem sýnd verða í útsendingum samhliða samtölum við gesti í stúdíói.

Ýmislegt í The Grand Tour á því líklega eftir að koma kunnuglega fyrir sjónir þótt ekki sé að efa að heildarsvipurinn verði nýr. En eitt atriði hafa þeir þremenningarnir tekið nánast beint með sér úr TopGear. Það er aksturskappinn The Stig. Í TopGear er hann enn til staðar og enn sem áður er hann hvítklæddur og andlit hans falið bak við glerhlíf hjálmsins á höfði hans og því haldið kyrfilega leyndu hver hann í rauninni er.

Hjá þremenningunum í nýju þáttaröðinni verður Stig-fyrirbærið líka hvítklætt og með hjálm, en andlitið verður ekki falið bak við blátt gler heldur vel sýnilegt. En það sem meira er er það að þar er kominn sá maður sem lengst lék Stig-hlutverkið áður: Það er kappaksturskappinn Ben Collins sem kjaftaði frá því það væri hann var bak við hjálmglerið í bókinni Maðurinn í hvíta gallanum, sem úr kom árið 2010 við litla ánægju stjórnenda BBC sem ráku hann í kjölfar afhjúpunarinnar.

Hér má sjá klippu úr fyrsta þættinum. Hún er útgáfa þremenninganna á því hvernig var staðið að því að ráða Ben Collins.