Þeir Evrópsku sækja í sig veðrið

 http://www.fib.is/myndir/Guli-engill.jpg

Bilanatíðnitölfræði ADAC, hins þýska systurklúbbs FÍB er byggð á útköllum vegaþjónustu félagsins. Þjónustufarartæki félagsins sinna árlega milljónum útkalla. Þessi útköll eru síðan flokkuð eftir eðli þeirra, hverskonar bilun var um að ræða og hvernig úr henni var leyst.
Niðurstöðurnar eru loks flokkaðar eftir tegund, gerð og aldri þeirra bíla sem í hlut  áttu.

Í áranna rás hafa japanskir bílar komið vel út úr þessum samanburði og haft mjög lága bilanatíðni. Sömu sögu var ekki alveg að segja um marga evrópska bíla en á þessum nýjustu niðurstöðum sést að þeir evrópsku hafa batnað umtalsvert, ekki síst þýskir bílar. Að öðru leyti skýrir taflan, sem hér fylgir með, sig sjálf.
 http://www.fib.is/myndir/Pannenstatistik2006.jpg