Þjóðverjar andsnúnir nýrri reglugerð á gerð ökutækja

Þjóðverjar mjög andsnúnir nokkrum lykilþáttum í endurskoðunarvottorði ökutækis. Endurskoðunarvottorðið leggur til að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fái víðtækari eftirlitsheimildir, þar með talið rétt til að leggja sektir á bílaframleiðendur um allt að 30.000 evrur á ökutæki ef ekki er farið eftir settum reglum.

Þessu eru Þjóðverjar ekki sammála, þeir vilja að prófun og vottun ökutækja sé frekar hjá hverju ríki fyrir sig. Þetta er haft eftir fréttastofu Reuters.

Því leggja þeir til að sjálfstæði og eftirlit yfirvalda sé eflt. Ökutæki skuli prófuð á vottuðum skoðunarstöðvum sem reknar eru af viðurkenndri stofnun í stað þess að þau séu prófuð af framleiðanda eins og nú er.

Fyrir utan Þýskalandi voru Ítalía, Frakkland og Spánn einnig sökuð um að tefja fyrir samþykki strangari losunarprófana. Enginn framleiðandi annar en VW hefur verið fundinn sekur um að hafa sett upp búnað sem er hannaður eingöngu til að sniðganga losunarpróf.

Eftirlitsstofnanir í Bretlandi og Þýskalandi komust að því að bílaframleiðendur hafa stuðst mikið við notkun hitauppstreymis sem hefur gert þeim kleift að slökkva á mengunarvarnarbúnaði í þeim tilgangi verja vélina á kostnað umhverfisins.