Þjóðverjar hafa áhyggjur á fækkun starfa í bílaðiðnaði

Eftir því sem rafknúnum ökutækjum fjölgar er hætta á því að störfum í bílaiðnaði í Þýskalandi fækki töluvert á næstu tíu árum. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að störfum tengdum bílaiðnaði gæti kostað yfir 400 þúsund manns atvinnuna fyrir 2030. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum þýskra stjórnvalda.

Vélar rafbíla eru gerðar úr færri hlutum og þurfa minna viðhald en bílar með brunahreyfla. Mun skemmri tíma tekur að framleiða rafbíla en bíla með sprengihreyfli auk þess sem framleiðsla rafhlaðnanna fer fram annars staðar.

Framleiðsla bifreiða í dag er ennfremur alltaf að verða sjálfvirkari og það kallar á fækkun starfa í bílaiðnaðinum.

Árið 2018 höfðu hátt í ein milljón manna störf í bílaiðnaði í Þýskalandi og höfðu aldrei verið fleiri frá árinu 1991. Samtök bílaiðnaðarins í Þýskalandi hafa að vonum áhyggjur á þessari þróun og finnst þessi spá um fækkun starfa óraunsæ og full svartsýn.