Þjónusta Vegagerðarinnar um jól og áramót

Þjónusta Vegagerðarinnar um hátíðirnar verður með nokkuð hefðbundnu sniði. Á www.umferdin.is er að finna upplýsingar um færð. 

Aðfangadagur jóla og gamlársdagur

Á aðfangadag og gamlársdag verður umferðarþjónustan í síma 1777 opin frá klukkan 6.30 til 22:00. Starfsmenn vaktstöðva verða hins vegar á vakt allan sólarhringinn.

Hlutverk vaktstöðva og þjónustustöðva Vegagerðarinnar er að tryggja að vegir haldist í því ástandi sem ætlast er til skv. snjómokstursreglum.

Jóladagur og nýársdagur

Á jóladag og nýársdag verður umferðarþjónustan í síma 1777 opin frá klukkan 7:30 til 22:00. Sólarhringsvakt er á vaktstöðvum Vegagerðarinnar.

Annar í jólum

Á annan í jólum er veitt hefðbundin þjónusta og umferðarþjónustan veitir upplýsingar um færð og veður í síma 1777 frá klukkan 6.30 til 22:00.

Neyðarsími Vegagerðarinnar er 522 1112 en hann á aðeins að nota í neyðartilvikum.