Þjónusta Vegagerðarinnar yfir jólahátíðina

Þjónusta Vegagerðarinnar um jólin má sjá hér á yfirliti .Þjónustan er skert yfir hátíðisdagana en er eigi að síður heldur meiri en nokkur síðustu jól. Á það sérstaklega við um Gullna hringinn og Hringveginn austur að Höfn í Hornafirði.

Á aðfangadag er þjónusta að miklu leyti til klukkan 16 og klukkan 17, en mið tekið af veðri. Hún hefst svo klukkan 10 á jóladag nema á Suðurlandi þar sem hún hefst kl 9. Sumstaðar er síðan sama þjónusta og um helgar. Á annan í jólum er síðan sama þjónusta og um helgar.

Svarað er í síma 1777 á þessum tíma.

Færð á vegum er ekki könnuð á vettvangi nema á umferðarþyngstu vegum. Upplýsingar um færð og veður taka annars mið af gögnum frá veðurstöðvum og myndavélum.